Í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamninginn vorið 2019 er rætt um hlutdeildarlán til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum fyrstu íbúðakaup. Reglugerðardrögin voru birt á samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og hægt að gera athugasemdir til 20. október.
Þarf hvorki að greiða vexti né afborganir
Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir 400 íbúðum á ári eða fyrir samtals fjóra milljarða króna. Kaupandi þarf að eiga fyrir 5% af kaupverði, taka lán fyrir 75% og Húsnæðis- og mannavirkjastofnun lánar svo 20% í hlutdeildarlán. Kaupandinn þarf hvorki að greiða vexti eða afborganir af hlutdeildarláninu. Ef kaupandi selur þarf hann að endurgreiða lánið eða eftir tíu til 25 ár búi hann þar áfram. Ýmis ströng skilyrði eru í reglugerðinni eins og hvað varðar verð og stærð.