Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð vegna smits

09.10.2020 - 15:10
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Starfsmaður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er smitaður af kórónuveirunni. Skrifstofan verður lokuð næstu daga þar til rakningarteymi hefur lokið vinnu sinni.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri segir viðkomandi hafa verið í vinnu fyrri part vikunnar en hvorki í dag né gær og niðurstöður úr sýnatöku hafi borist í dag. Smitrakningu sé ekki lokið en ákveðið var að stíga frekar fast til jarðar strax og allir starfsmenn skrifstofunnar því sendir heim þar til smitrakningu líkur.