Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Rólegt veður á morgun en lægð gengur yfir á sunnudag

09.10.2020 - 06:46
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Í dag er útlit fyrir norðan- og norðvestanátt, 5-13 m/s en 13-18 í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Rigning norðan- og austanlands en léttir smám saman til á sunnan og vestanverðu landinu. 

Í nótt verður kominn hæðarhryggur yfir landið með rólegheita veðri í öllum landshlutum og segir í hugleiðingum veðurfræðings að tilvalið sé að nýta daginn til útiveru. Á sunnudag gengur hins vegar í hvassa suðaustanátt þegar lægð, sem nú er í örum vexti við Nýfundnaland, nálgast landið með hitaskilum. Þá verður allhvasst og rigning á landinu, en þurrt fram eftir degi norðaustanlands. 

Í næstu viku er útlit fyrir lægðagang suður af og yfir landið með suðlægum áttum, rigningu og mildu veðri.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV