Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Enn hætta á skriðum í Eyjafirði

09.10.2020 - 15:58
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Enn er talin hætta þar sem skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá í Eyjafirði í byrjun vikunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun munu áfram vakta svæðið.

Fram kemur í tilkynningu að Eyjafjarðarbraut vestari verði áfram lokuð umferð frá Sandhólum annars vegar og frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda hins vegar. Þá er rýming á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og sumarbústað við Gilsá 2 áfram í gildi.

Talið er mögulegt að fleiri skriður geti fallið á svæðinu. Að því er fram kemur í tilkynningu grá Almannavörnum. 

default
Mynd tekin þann 8.10.2020