Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Enginn greindist í skimun í Sunnulækjarskóla

09.10.2020 - 18:01
Skimun í Sunnulækjarskóla
 Mynd: Sigríður Hagalín Björnsdótt - Ljósmynd
Enginn nemandi eða starfsmaður greindist smitaður í sýnatöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Sunnulækjarskóla í gær. Um 550 nemendur og 50 starfsmenn komu í skimun sem gekk með eindæmum vel.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í dag. 

Tilefni sýnatökunnar er að þrír sem verið höfðu í skólanum greindust smitaðir, en ekki er hins vegar vitað til þess að neinn hafi smitast innan veggja skólans. Fólk með einkenni var beðið um að koma ekki í þessa sýnatöku, en fara heldur upp á sjúkrahús í einkennaskimun þar.

Börnin fengu mikið hrós fyrir þátt sinn í skimuninni í gær og þóttu standa sig með prýði að sögn Margrétar Bjarkar Ólafsdóttur, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi. 

Samkvæmt nýjustu tölum eru nú 56 í sóttkví á Selfossi og 7 í einangrun.  Á Suðurlandi öllu eru  114 í sóttkví og 46 í einangrun. Hægt er að skoða nákvæmari dreifingu smita á milli póstnúmera á Suðurlandi hér.