Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits

09.10.2020 - 09:12
Mynd með færslu
Hrafnista. Mynd úr safni. Mynd: Rúv
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.

Allir gestir dagdvalarinnar sem áttu samskipti við og samleið með viðkomandi fara í sóttkví. Hið sama á við um starfsfólk deildarinnar. Jafnframt er unnið að því að veita öllum sem tengjast dagdvölinni upplýsingar um stöðu mála.

Öllum átta Hrafnistuheimilunum var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur frá og með 6. október síðastliðnum, með örfáum undantekningum. Nokkur smit hafa komið upp hjá starfsmönnum og vistfólki sem hefur verið brugðist við með því að senda fólk í sóttkví.

Í tilkynningu kemur fram að unnið sé eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu og í náinni samvinnu viðrakningarteymi Almannavarna til að stöðva frekari útbreiðslu smita.