Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Var hópnauðgað 12 ára og byggði virki úr líkama sínum

08.10.2020 - 18:11
Mynd: RÚV / RÚV
Rithöfundurinn og baráttukonan Roxane Gay segir að meginstraums femínismi sé á forsendum hvítra efnaðra kvenna og hundsi hagsmuni þeldökkra, hinsegin og fátækra kvenna. Hún segir samfélagið virði ennfremur ekki réttindi fólks í ofþyngd og sýni því vanvirðingu.

Gay var nauðgað af fimm mönnum þegar hún var 12 ára gömul og leiddist út í ofát. Hún segist hafa viljað byggja virki úr líkama sínum til að verjast misyndismönnum. Gay hefur sterkar skoðanir á bandarískum stjórnmálum og segir að Trump sé froðusnakkur og hálfviti.

Rætt verður við Roxane Gay í Kastljósi í kvöld.

einar's picture
Einar Þorsteinsson
Fréttastofa RÚV