Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Smit hjá Landsrétti - öllum málflutningi frestað

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Öllum málflutningi hjá Landsrétti hefur verið frestað eftir að starfsmaður dómstólsins greindist með kórónuveirusmit í gærkvöld. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að alla hjá Landsrétti fara í skimun í dag, bæði dómarar og starfsmenn. Þá verður húsnæði dómstólsins sótthreinsað hátt og lágt.

Björn segist ekki vita hversu margir þurfi að fara í sóttkví þar sem smitið hafi ekk verið staðfest fyrr en seint í gærkvöld.  

Á vef dómstólsins er hvatt til þess að gögn verði send rafrænt í gegnum vefgátt dómstóla eða með tölvupósti. Þá sé einnig hægt að afhenda málsgögn í dómhúsinu við Vesturvör ef ítrustu sóttvarna sé gætt.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV