Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Reyna að leysa fráflæðisvanda Landspítala

08.10.2020 - 19:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra vonast til að á næstu dögum takist að leysa úr stórum hluta fráflæðisvanda Landspítalans.

Mikið álag hefur verið á Landspítalanum vegna fjölgunar innlagna vegna faraldursins. Rætt var við Guðmund Inga í beinni útsendingu í kvöldfréttum í kvöld.

„Fólkið þar segir mér samt að það telji að það muni ráða við þetta aukna álag. Við í ráðuneytinu ætlum að aðstoða svo að svo geti orðið, og þar kemur einmitt að legurýmunum þar sem að núna eru tæplega 50 sem geta útskrifast. Við erum búin að leysa um þriðjung af því en vonumst til að öðru hvoru megin við helgina getum við leyst um helming og höfum hafið viðræður við aðila um það að leysa afganginn.“ segir Guðmundur Ingi.

Hann segir skipta máli að þessar aðgerðir komi til framkvæmda sem fyrst. Hátt i 50 undanþágubeiðnir hafa borist ráðuneytinu. Örfáar undanþágur hafa verið veittar til þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja á sviði sorphirðu, matvælaframleiðslu, orkuflutninga og þess háttar.  Guðmundur segir að allar ekki hafi verið gefnar út frekari undanþágur að svo stöddu.