Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nú má heita James og Virgil en ekki Ivy

08.10.2020 - 16:29
epa07777771 Che Adams of Southampton (R) vies for the ball against Virgil van Dijk of Liverpool (L) during the English Premier League soccer match between Southampton and Liverpool at St Mary's Stadium, Southampton, Britain, 17 August 2019.  EPA-EFE/WILL OLIVER EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA
Nokkur ný mannanöfn hafa fengið grænt ljós hjá mannanafnanefnd, meðal annars Virgil, James og Morten. Aftur á móti hlutu nöfnin Theadór og Ivy ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Meðal annarra nafna sem teljast gjaldgeng má nefna millinafnið Kalddal og eiginnöfnin Agok, Klettur, Leonel og Ragný 

Theadór hlaut ekki brautargengi þar sem enginn ber nafnið í Þjóðskrá og það kemur heldur ekki fyrir í neinu manntali.

Aftur á móti bera átta konur nafnið Ivy samkvæmt Þjóðskrá. Þar sem það er ekki að finna í neinu manntali frá 1703 til 1920 er það hins vegar ekki talið hefðað. Á það er sömuleiðis bent að y sé ekki ritað aftast í íslenskum orðum nema náttúrulega ey.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV