Nokkur ný mannanöfn hafa fengið grænt ljós hjá mannanafnanefnd, meðal annars Virgil, James og Morten. Aftur á móti hlutu nöfnin Theadór og Ivy ekki náð fyrir augum nefndarinnar.
Meðal annarra nafna sem teljast gjaldgeng má nefna millinafnið Kalddal og eiginnöfnin Agok, Klettur, Leonel og Ragný
Theadór hlaut ekki brautargengi þar sem enginn ber nafnið í Þjóðskrá og það kemur heldur ekki fyrir í neinu manntali.
Aftur á móti bera átta konur nafnið Ivy samkvæmt Þjóðskrá. Þar sem það er ekki að finna í neinu manntali frá 1703 til 1920 er það hins vegar ekki talið hefðað. Á það er sömuleiðis bent að y sé ekki ritað aftast í íslenskum orðum nema náttúrulega ey.