Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Enn vatnsrennsli úr aurskriðunni og grannt fylgst með

08.10.2020 - 13:12
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV
Enn er töluvert vatnsrennsli úr aurskriðunni sem féll úr Hleiðargarðsfjalli í Eyjafirði á þriðjudag. Vatn og aur hefur hefur flætt yfir Eyjafjarðarbraut sem er lokuð við bæinn Nes.

Lögregla og sérfræðingar frá Veðurstofunni fylgjast áfram grannt með framvindunni, en spáð er rigningu þegar líða tekur á daginn. Hús á svæðinu voru rýmd í gær.

Sveinn Brynjólfsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni, útilokar ekki að skriðan tengist jarðhræringum á Tjörnesbrotabeltinu eins og fram kom í kvöldfréttum sjónvarps á þriðjudag.

Björgvin Kolbeinsson myndatökumaður tók meðfylgjandi myndir af svæðinu í dag.