Lögregla og sérfræðingar frá Veðurstofunni fylgjast áfram grannt með framvindunni, en spáð er rigningu þegar líða tekur á daginn. Hús á svæðinu voru rýmd í gær.
Sveinn Brynjólfsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni, útilokar ekki að skriðan tengist jarðhræringum á Tjörnesbrotabeltinu eins og fram kom í kvöldfréttum sjónvarps á þriðjudag.
Björgvin Kolbeinsson myndatökumaður tók meðfylgjandi myndir af svæðinu í dag.