Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Allir nemendur og starfsfólk Helgafellsskóla í skimun

08.10.2020 - 13:39
Mynd með færslu
 Mynd: Helgafellsskóli
Allir nemendur og starfsmenn í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ fara í skimun í dag. Starfsmaður skólans greindist með kórónuveiruna um síðustu helgi og í kjölfarið voru allir settir í sóttkví.

Smitið var rakið til 1. október og nú sjö dögum síðar getur hópurinn því farið í svokallaða sóttkvíarskimun sem boðið er upp á til að stytta sóttkví, sé niðurstaða neikvæð. Helgafellsskóli er bæði með leik- og grunnskóladeild þar sem eru 320 nemendur og rúmlega sextíu starfsmenn. 

„Við búumst við að skólastarf hefjist aftur með eðlilegum hætti á morgun, ef allt kemur vel út,“ segir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri, í samtali við fréttastofu. 

Rósa segir að þar sem smitið greindist um helgina hafi ekki verið hægt að grípa gögn með sér úr skólanum. Kennarar hafi því verið í sambandi við foreldra um hugmyndir að verkefnum fyrir börnin í sóttkví, þar sem lögð var sérstök áhersla á að börnin væru dugleg að lesa.