Milljarðamæringar heimsins hafa flestir aukið auð sinn í kórónuveirufaraldinum. Í skýrslu svissneska bankans UBS segir að sjóðir milljarðamæringa hafi gildnað um ríflega fjórðung þegar faraldurinn stóð hvað hæst frá apríl fram í júlí. Á svipuðum tíma urðu milljónir atvinnulausar eða urðu að halda sér á framfæri á vegum hins opinbera vegna kórónuveirunnar.