Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þeir allra ríkustu enn ríkari í faraldrinum

07.10.2020 - 04:51
epa07853659 Founder and CEO of Amazon Jeff Bezos participates in the unveiling of an Amazon environmental initiative entitled 'The Climate Pledge', in Washington, DC, USA, 19 September 2019. Amazon's new environmental initiative aims to meet the goals of the Paris environmental agreement ten years early, or in 2040. Amazon has acquired one hundred thousand new electric delivery vehicles as part of that aim.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Jeff Bezos er ríkastur allra. Mynd: epa
Milljarðamæringar heimsins hafa flestir aukið auð sinn í kórónuveirufaraldinum. Í skýrslu svissneska bankans UBS segir að sjóðir milljarðamæringa hafi gildnað um ríflega fjórðung þegar faraldurinn stóð hvað hæst frá apríl fram í júlí. Á svipuðum tíma urðu milljónir atvinnulausar eða urðu að halda sér á framfæri á vegum hins opinbera vegna kórónuveirunnar. 

Guardian hefur eftir skýrslunni að auðkýfingarnir hafi grætt einna mest á því að veðja á endurreisn hlutabréfamarkaða á heimsvísu þegar þeir hnigu hvað dýpst í mars og apríl. Auður milljarðamæringa náði nýjum hæðum, er 10,2 billjónir bandaríkjadala. Mestur var hann áður við árslok 2017, um 8,9 billjónir dala. Þá hefur fjölgað í hópi milljarðamæringa, þeir eru nú 2.189 en voru 2.158 þegar þeir voru áður flestir árið 2017.