Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans áfram óbreyttum og verða þeir því áfram 1 prósent. Vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er þó mikil og þróun efnahagsmála ræðst að töluverðu leyti af framvindu faraldurins.