Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Stýrivextir óbreyttir og efnahagshorfur versna

07.10.2020 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans áfram óbreyttum og verða þeir því áfram 1 prósent. Vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er þó mikil og þróun efnahagsmála ræðst að töluverðu leyti af framvindu faraldurins.

Fram kemur á vef bankans að hagvöxtur hafi reynst þróttmeiri á fyrri hluta þessa árs en gert var ráð fyrir. Allt bendi hins vegar til þess að hægt hafi vexti eftirspurnar í lok sumar. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst,“ segir í tilkynningu peningastefnunefndar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV