Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smit staðfest hjá starfsmanni Hrafnistu við Sléttuveg

07.10.2020 - 18:12
Mynd með færslu
Hrafnista. Mynd úr safni. Mynd: Rúv
Starfsmaður Hrafnistu við Sléttudag í Reykjavík greindist í dag með kórónuveirusmit. Deildinni sem hann starfar á hefur verið lokað og fólkið þar sett í sóttkví. Starfsmaðurinn var síðast í starfi á mánudaginn.

Í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna kemur fram að engin einkenni hafi greinst meðal íbúa deildarinnar né meðal annarra starfsmanna á deildinni. Verið er að greina hvaða starfsfólk þarf að vera í sóttkví og hversu lengi hún þarf að vara. Öllum aðstandendum íbúa hefur verið gert viðvart.

Neyðarstjórnin ákvað í gær að banna allar heimsóknir á Hrafnistu næstu tvær vikurnar vegna fjölda smita í samfélaginu og vegna þess að tvö smit hafa nú greinst á Hrafnistu í Garðabæ. Undanþágur eru veittar þegar íbúi er alvarlega veikur eða kominn á lífslokameðferð.