Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sex milljón kórónuveirusmit í Evrópu

07.10.2020 - 16:50
epa08675045 A man wearing protective face mask walks in front of COVID-19 sampling station in Prague, Czech Republic, 17 September 2020. Czech Republic had record rise in COVID-19 infections from last week as country has third highest increase in Europe, after Spain and France.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir sex milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Evrópu frá því að fyrsta smitsins varð vart í janúar síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum sem AFP fréttastofan heldur utan um. Klukkan þrjú í dag voru þau orðin 6.000.949.

Flestir hafa smitast í Rússlandi, eða tæplega tólf hundruð og fimmtíu þúsund. Þar á eftir koma Spánn, Frakkland og Bretland. Heimsfaraldurinn hefur dregið tæplega 238 þúsund Evrópubúa til dauða, samkvæmt gögnum AFP.

Síðustu sjö daga hafa yfir 543 þúsund kórónuveirusmit verið greind í álfunni, ríflega fjórðungi fleiri en í vikunni þar á undan. Það kann að skýrast af því að sífellt fleiri eru skimaðir fyrir veirunni, þar á meðal í Frakklandi þar sem yfir ein milljón landsmanna fer í skimun í hverri viku um þessar mundir. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV