Loka söfnum í Reykjavík en gildistími korta framlengdur

Efni fyrir ungt fólk - skáldrit á íslensku, á Borgarbókasafninu í Grófinni
 Mynd: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdó

Loka söfnum í Reykjavík en gildistími korta framlengdur

07.10.2020 - 13:48

Höfundar

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að söfn borgarinnar verði lokuð í tvær vikur frá og með deginum í dag vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Ekki var krafist lokunar safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en ákvörðunin er tekin vegna þess að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu mikil áhrif á starfsemina.

Í tilkynningu frá borginni segir að lokunin gildi til 19. október og verður staðan metin að þeim tíma liðnum. Tíminn verður nýttur til að skipta út einstaka sýningum, huga sérstaklega að safneign og öðru innra starfi.

Sérstaklega er tekið fram að gildistími Menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun safnanna. Ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafnsins á tímabilinu.

Söfnin sem verða lokuð eru Borgarbókasafnið, sem er á sex stöðum í borginni, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk safna undir hatti Borgarsögusafns sem eru Sjóminjasafn Reykjavíkur, Landnámssýningin við Aðalstræti, Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Gagnrýnir að fótbolti sé leyfður en ekki annað sport

87 smit - 41 utan sóttkvíar - 18 á sjúkrahúsi

Innlent

Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tekið gildi

Innlent

Forseti Íslands hvetur landsmenn til að fylgja tilmælum