Hús í námunda við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hafa verið rýmd, þar féll stór aurskriða ofan við bæinn Gilsá 2 í gær og enn er hætta á skriðum. Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum hefur verið lokað og einnig frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda.