Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur tekið tímabundið við sem heilbrigðisráðherra. Hann leysir Svandísi Svavarsdóttur af en hún hefur óskað eftir að fara í leyfi til 15. október.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Guðmundur Ingi mun áfram sitja sem umhverfisráðherra og því er einum ráðherra færra í ríkisstjórn á meðan Svandís er í leyfi.