
Hafði ekki orð á að brottvísunarbúðir stæðu til hér
Ummæli Áslaugar í gær hafa vakið hörð viðbrögð víða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði á þingi í morgun að slíkar stöðvar væru ekkert annað en flóttamannabúðir eða fangelsi, það væri fráleit hugmynd að koma slíkum búðum á fót hér og að þingflokkur Vinstri grænna mundi aldrei samþykkja slíkt.
Slíkt búsetuúrræðu skal vera til staðar, segir ráðherra
„Staðreyndin er á hinn bóginn sú að skv. tilskipun Evrópusambandsins skal vera til staðar slíkt búsetuúrræði þegar öll önnur vægari úrræði eru tæmd,“ skrifar Áslaug Arna á Facebook í dag. „Við höfum ekki innleitt þá tilskipun að fullu þrátt fyrir skuldbindingar þess eðlis í Schengen samstarfinu.“
Hún segir að það hvernig tekið sé á móti fólki og búið í haginn fyrir þá sem eru ýmist að bíða eftir afgreiðslu eða hafi fengið niðurstöðu sé á meðal þeirra brýnu verkefna sem þurfi að skoða nánar og verði að vera hægt að ræða af yfirvegun. Allir vilji vanda sig í þessum viðkvæmu málum, sérstaklega þegar málin snúi að börnum. Móti þurfi heidlarstefnu sem hægt sé að koma sér saman um og eins að finna lausnir á praktískum atriðum. „Allt er þetta í samræmi við það sem ég hef áður sagt,“ skrifar dómsmálaráðherra.
