
97% fækkun farþega hjá Icelandair
Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir septembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að hertar ferðatakmarkanir á landamærum á Íslandi hafi haft mikil áhrif á farþegafjölda Icelandair í septembermánuði. Farþegaflug hefur verið í lágmarki síðan hertar aðgerðir á landamærum voru innleiddar þann 19. ágúst síðastliðinn.
Fraktflutningar hafa dregist saman um 16% það sem af er ári.
Skipting farþega til Íslands og frá Íslandi var nokkuð jöfn, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu, en tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku var í lágmarki vegna ferðatakmarkana í Norður Ameríku og á ytri landamærum Schengen svæðisins. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 96% á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 57% á milli ára.
Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í september en hafa dregist saman um 47% á milli ára það sem af er ári.