Varð ráðskona Vigdísar Finnbogadóttur 17 ára gömul

Mynd: Ragnheiður Davíðsdóttir / Aðsend

Varð ráðskona Vigdísar Finnbogadóttur 17 ára gömul

05.10.2020 - 15:27

Höfundar

Vigdís reyndist mikill örlagavaldur í lífi Ragnheiðar Davíðsdóttur sem var aðeins sautján ára þegar hún réð sig sem ráðskona hjá forsetanum. Hún passaði Ástríði, dóttur Vigdísar, en var líka með sitt eigið barn sem fylgdi henni í vinnuna.

Vigdís aðstoðaði móðurina ungu og var henni stoð og stytta á lífsins leið. Meðal annars hvatti hún hana til að mennta sig, hlýddi henni yfir og hjálpaði með lærdóm, greiddi fyrir hana skólagjöld og ritaði svo meðmælabréf þegar hún sótti um starf í lögreglunni.

Ragnheiður varð ein fyrsta lögreglukona landsins og starfaði við það í um áratug. Hún hefur alltaf verið óhrædd við breytingar og hefur á fjölbreyttum ferli líka starfað við fjölmiðla, forvarnarmál og umferðarfræðslu, unnið fyrir krabbameinssjúka og sest á skólabekk reglulega inn á milli, líkt og nú í  haust. 

Ragnheiður var gestur Huldu G. Geirsdóttur í Sunnudagssögum á Rás 2. Hægt er að hlýða á allt viðtalið og eldri þætti hér í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Myndlist

Vigdís er svo mikill peppari

Innlent

Fjörutíu ár frá fyrsta kjöri Vigdísar Finnbogadóttur

Kvikmyndir

„Ég missti þann förunaut sem hefði fylgt mér alla ævi“