Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Segir Rússa tryggja valdajafnvægi

05.10.2020 - 08:36
epa06837012 Syrian President Bashar al-Assad gives an interview to the Russian NTV Channel in Damascus, Syria, 24 June 2018. Assad affirmed that any constitutional reform in Syria should be done by a national referendum which is wholly a Syrian matter, with no way related to the will of the United Nations or foreign countries.  EPA-EFE/SANA
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússar veita viðnám gegn vestrænum áhrifum í Austurlöndum nær með herstöðvum sínum í Sýrlandi. Þetta sagði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, í viðtali á Zvezda, sjónvarpsstöð rússneska varnarmálaráðuneytisins, í tilefni þess að fimm ár eru síðan hernaðaríhlutun Rússa hófst í landinu. 

Assad sagði að áður en Rússar hófu bein afskipti að stríðinu hefði sýrlenski herinn átt undir högg að sækja gegn vopnuðum sveitum sem fengið hefðu vopn frá Vesturveldunum, Sádi-Arabíu og Katar. Með dvöl sinni í Sýrlandi tryggðu Rússar valdajafnvæði sem Sýrland nyti góðs af.

Rússar hafa herstöð á Hmeimim-flugvellinum í vesturhluta Sýrlands og einnig flotastöð við borgina Tartus, sem er eina bækistöð Rússa við Miðjarðarhaf.