Rússar veita viðnám gegn vestrænum áhrifum í Austurlöndum nær með herstöðvum sínum í Sýrlandi. Þetta sagði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, í viðtali á Zvezda, sjónvarpsstöð rússneska varnarmálaráðuneytisins, í tilefni þess að fimm ár eru síðan hernaðaríhlutun Rússa hófst í landinu.