
Næstum sjö af hverjum tíu nýjum bílum eru nýorkuknúnir
Greint er frá því vef Bílgreinasambandsins að tæp 67% nýskráðra einkabifreiða ársins falli undir þessa skilgreiningu. Á síðasta ári losaði það hlutfall 42 af hundraði.
Sala á nýjum bifreiðum jókst í september á þessu ári samanborið við sama mánuð í fyrra, þá voru 715 nýir bílar skráðir en í ár eru þeir 1.014. Nýskráningar bifreiða hafa því dregist saman um 26,1% fyrstu níu mánuði ársins en einstaklingar hafa þó keypt 117 fleiri nýja bíla en í fyrra.
Það er aukning upp á þrjú prósent og fyrirtæki önnur en bílalegur hafa einnig endurnýjað bíla sína á þessu ári. Þau hafa þó keypt 8,1% færri bíla nú en á sama tíma árið 2019. Tæp sextíu prósent nýrra fyrirtækjabifreiða á Íslandi eru nýorkuknúnar.
Mikil sala hefur jafnframt verið í notuðum ökutækjum til einstaklinga það sem af er ári, meiri en í fyrra. Á vef Bílgreinasambandins segir að samdrátt í heildarsölu nýrra bíla það sem af er ári megi fyrst og fremst rekja til þess að ferðaþjónustan hafi keypt mun færri bíla en áður.