Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Kröfuganga og listgjörningur fyrir nýju stjórnarskrána

04.10.2020 - 14:02
Mynd með færslu
Ljósmynd: Owen Fiene Mynd: Aðsend
Stuðningsfólk um nýja stjórnarskrá hélt kröfugöngu í gær þar sem þess var krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og lögfesti nýja stjórnarskrá. Safnast var saman við Hafnarhúsið, þaðan sem gengið var að Stjórnarráðinu og loks að Alþingishúsinu við Austurvöll.

Í Hafnarhúsinu var viðburðurinn Í leit að töfrum, en Ólafur Ólafsson og Libia Castro fengu til liðs við sig hóp listafólks og aðgerðasinna þar sem samin var tónlist við einstakar greinar nýju stjórnarskrárinnar, eins og hún er jafnan kölluð. Það var viðburður á vegum Listahátíðar í Reykjavík, en í framhaldi var svo haldið af stað.

Mynd með færslu
Ljósmynd: Owen Fiene Mynd: Aðsend
Gengið var með stóra borða að Stjórnarráðinu.

Frá Hafnarhúsinu var svo gengið með risa borða af sýningunni framhjá Stjórnarráðinu og að Alþingishúsinu þar sem skilaboðin voru skýr eins og sjá má á myndunum sem fylgja. 

Rúmlega 26 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem krafist er lögfestingar stjórnarskrárinnar sem samþykkt var 2012.

Mynd með færslu
Ljósmynd: Owen Fiene Mynd: Aðsend
Frá viðburðinum í Hafnarhúsinu í gær.