Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Einn með smit á Patreksfirði og níu í sóttkví

04.10.2020 - 09:44
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð sjávarútvegur fystihús fiskvinnsla atvinna höfnin bryggja bátar bátur skip
 Mynd: Jóhannes Jónsson
Einn hefur greinst smitaður af kórónuveirunni á Patreksfirði og eru níu í sóttkví. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greinir frá þessu á Facebook.  Þar segir jafnframt að hópurinn sé blanda af heima- og aðkomufólki.

Áfram eru takmarkanir í gildi á heimsóknum á sjúkrahúsið og hjúkrunarrýmin. Gestir, bæði þar og á heilsugæslu, þurfa einnig að bera grímur. 

Í fyrradag var greint frá því að fimm hefðu greinst með kórónuveiruna á Ísafirði, allir í sóttkví og uppruni smitsins þekktur. Þar fóru 16 í sóttkví vegna smitanna og fjórir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar þar á meðal. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV