Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Stefnir í heitasta ár sögunnar á Suðurskautsskaganum

epaselect epa08216881 Penguins on King George Island, Antarctica, 16 January 2020 (issued 14 February 2020). According to reports, a temperature of over 20 degrees Celsius was for the first time recorded on an island off the coast of the Antarctic Peninsula. Researchers logged 20.75C on Seymour Island on 09 February 2020.  EPA-EFE/Federico Anfitti
 Mynd: epa
Allt stefnir í að 2020 verði hlýjasta ár sem sögur fara af á Suðurskautsskaganum, samkvæmt mælingum vísindamanna við Santiago de Chile-háskólann. Hiti mældist iðulega á milli 2 og 3 gráður á Celsíus frá byrjun janúar til júlíloka á Suðurskautsskaganum, sem er nyrsti hluti Suðurskautslandsins. Þetta er „meira en tveimur gráðum hlýrra en í meðalári," segir í tilkynningu Rauls Corderos, loftslagssérfæðings við Suðurskautsstofnun Chile.

„Á nyrsta tanga Suðurskautsskagans hefur hiti haldist ofan frostmarks alla daga þessa tímabils. Það hefur ekki gerst í 31 ár," segir Cordero. Hann segir þetta nokkuð áhyggjuefni, þar sem þetta sé vísbending um að sú hraða hlýnun sjávar sem mældist á þessum slóðum undir lok síðustu aldar sé að hefjast á nýjaleik. 

Ekki er þó útséð með hitametið enn, þar sem ágúst og september voru með kaldara móti þar syðra. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV