Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Öflugur skjálfti á Grænlandi

03.10.2020 - 16:34
Free use for informational, educational and media purposes
 Mynd: NASA
Skjálfti sem mældist 5,3 varð á Austur-Grænlandi í dag. Veðurstofan segir að hans hafi orðið rækilega vart á mælaneti hennar, sérstaklega á nýjum mælastöðvum á Snæfellsnesi.

Skjálftinn varð í óbyggðum nærri hæsta fjalli Grænlands, Gunnbjörnsfjalli. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV