Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heillumst af glæpum og hræðilegu ofbeldi

Mynd: RÚV / Menningin

Heillumst af glæpum og hræðilegu ofbeldi

03.10.2020 - 16:14

Höfundar

Friðgeir Einarsson og Snorri Helgason snúa aftur í Borgarleikhúsið þar sem þeir slógu í gegn með Club Romantica. Nýja leikritið heitir Útlendingurinn en þar rannsaka þeir dularfullan líkfund í Noregi árið 1970.

Club Romantica var óvenjuleg sýning, þar sem Friðgeir reyndi að komast til botns í því hver ætti myndaalbúm sem hann keypti á flóamarkaði nokkrum árum áður. Í Útlendingnum er hann kominn aftur í spæjaragallann. „Grunnurin frá sögunni er líkfundarmál í Bergen þar sem ég bý,“ segir Friðgeir. „Árið 1970 fannst lík af konu á útivistarsvæði, stað sem heitir Ísdalur. Það þótti mjög dularfullt og þykir enn því enginn vissi hver þessi manneskja var og því meira sem málið er rannsakað því skringilegra verður það.“

Sami hópurinn kemur Útlendingnum og Club Romantica: Snorri sér um tónlist og hljóðmynd, Pétur Ármannsson leikstýrir, Brynja Björnsdóttir hannar búninga, Pálmi Jónsson sér um lýsingu og Þorbjörn Steingrímsson um hljóð. Verkið er hugsað sem annar þáttur í rannsóknarþríleik. 

„Club Romantica var frekar hversdagsleg ráðgáta en hér förum við lengra inn í spæjaraheiminn,“ segir Friðgeir og bætir við að þeir kafi ofan í heim glæpasögunnar. „Um hvernig við heillumst af glæpum og hræðilegu ofbeldi og ógeði. Þetta mál hefur heillað fólk út um allan heim; jafnvel sameinað fólk því á netinu er mjög öflugt samfélag áhugaspæjara sem eru að reyna að komast til botns í þessu máli.“

Rætt var við Friðgeir og Snorra í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Leiklist

Rannsakar morðið á óþekktu konunni í skóginum

Leiklist

Á mörkum þess að vera eltihrellir

Leiklist

Líf ókunnugra á leiksviði í Club Romantica

Leiklist

Leikhúsmaður gerist einkaspæjari á Mallorca