Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hrafnistu lokað vegna COVID-smits og allir í sóttkví

02.10.2020 - 22:49
Innlent · Aldraðir · COVID-19 · Hrafnista · Smit
Mynd með færslu
Frá Hrafnistu Ísafold. Mynd: RÚV
Viðbúnaðarstig var virkjað í kvöld á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Ísafold í Garðabæ eftir að COVID-19 smit var staðfest hjá íbúa. Heimilinu hefur nú verið lokað fyrir gestum og utanaðkomand aðilum og eru allir íbúar í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu.

Hrafnista vinnur nú með rakningarteymi Almannavarna að því að stöðva frekari smitútbreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hrafnistu. Í samræmi við verkferla Hrafnistu er tiltekið viðbúnaðarstig ræst þegar smit hjá íbúum eða starfsfólki er staðfest.

„Unnið er eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna,“ segir í tilkynningunni.