Fleet Foxes – Can I Believe You
Seattle-bandið Fleet Foxes gaf út nýju plötuna sína, Shore, óvænt nú í haustbyrjun. Fyrsti söngull er hið frábæra Can I Belive You þar sem þeir hitta naglann beint á höfuðið sem er eins gott af því þegar þeir gera það ekki eru þeir svo gjörsamlega óþolandi tilgerðalegir og leiðinlegir að sumir hafa þurft að labba út úr Hörpu af tónleikum með þeim.