Stutt úr Búðardal í Aðalstræti
Hann Viðar Örn Kristjánsson, fimm ára, býr í Búðardal og þaðan er langur vegur að sækja sér heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur eða þá fyrir talmeinafræðing í þessu tilfelli að fara þangað. Í dag var hann í tíma hjá Tinnu Sigurðardóttur talmeinafræðingi og framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu. Hún var stödd í Aðalstræti í Reykjavík og hann heima í Búðardal.