Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fresta því að kaupa þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna

Þyrla Gæslunnar á Snæfelli
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Fresta þarf kaupum á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæslunar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í dag. Gert hafði verið ráð fyrir 2,2 milljörðum í kaupin á þessu ári en sú heimild fellur niður. Landhelgisgæslan fær 350 milljónir til standa undir leigu á viðbótarþyrlu.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 var lagt til að Landhelgisgæslan fengi 1,9 milljarð til að kaupa þrjár nýjar þyrlur. Afhenta átti þær eftir tvö ár og heildarfjárfestingin átti að vera upp á 14 milljarða. 

Landhelgisgæslan fékk 2,2 milljarða á fjárlögum síðasta árs til kaupanna á nýjum þyrlum. 

Í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun kemur fram að þessum kaupum hafi verið frestað. Leigja á viðbótarþyrlu á 350 milljónir og fær Gæslan 50 milljónir til að mæta auknum leigugreiðslum vegna uppbyggingar á nýju flugskýli.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV