Embætti forseta Íslands fær 345 milljónir, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Fjárheimildin lækkar um tæpar 26 milljónir frá gildandi fjárlögum. Þar munar mestu um lækkun upp á 32 milljónir vegna tímabundinna fjárfestingar-og viðhaldsáfanga sem er að mestu leyti lokið.