Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

200 milljónir til Alþingis vegna kosninganna

01.10.2020 - 10:27
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Framlög til Alþingis lækka um 78 milljónir og verða rúm 5,7 milljarða, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Þingið fær 200 milljónir til að standa straum af þingkosningunum sem verða í september á næsta ári, 62 milljónir til að fjölga starfsfólki þingflokka. Fjárheimild til Alþingis vegna nýbyggingarinnar á Alþingisreitnum lækkar hins vegar um 250 milljónir króna.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að ekki sé miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins en umtalsverð lækkun sé á fjárfestingaframlagi á milli ára fyrir nýbyggingu þingsins.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV