Lið Hamars vann sinn fyrsta leik gegn Þrótti Nes 3-0 en heimamenn í KA höfðu enn ekki spilað leik. Í fyrstu hrinu leiksins ríkti mikið jafnræði með liðunum og skiptust þau á að skora, KA hafði nauma forystu lengst af en Hamar jafnaði um miðja hrinu. Þeir skoruðu svo síðustu tvö stigin og tryggðu 23-25 sigur.
Hamar byrjaði aðra hrinu enn betur og komst 0-5 yfir. Gestirnir juku forystuna smám saman eftir því sem leið á hrinuna og vann örugglega, 17-25. Þriðja hrinan var nokkuð lík annarri hrinunni og hafði Hamar þægilegt forskot þangað til undir lokin. KA átti frábæra endurkomu en Hamar vann þó að lokum 22-25. Gestirnir unnu því 0-3 sigur og fara á topp deildarinnar með tvo 3-0 sigra úr tveimur leikjum.
Miguel Mateo Castrillo stigahæstur í liði KA með 10 stig en Jakub Madej stigahæstur hjá Hamri með 15 stig.