Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fyrstu viðskipti með nýju Icelandair hlutabréfin

30.09.2020 - 12:22
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Ný hlutabréf sem voru gefin út í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru í fyrsta sinn tekin til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Um hádegisbil stóð gengið í 97 aurum á hlut eftir rúmlega 200 milljóna króna viðskipti. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna á hlut í hlutafjárútboðinu.

Hlutabréf í Icelandair virðast hafa vakið mestan áhuga fjárfesta í dag. 212 milljóna króna viðskipti með þau eru meiri en í nokkru öðru félagi það sem af er degi. Hlutabréf í Festi og Högum hafa hækkað um rúmlega eitt prósent í um 190 milljóna króna viðskiptum með hlutabréf í hvoru fyrirtæki um sig.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV