Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í kvöld og á Austfjörðum klukkan 21. Á báðum landsvæðum er talsverð rigning og búist við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Á vef Veðurstofu Íslands segir að rigningin geti valdið tjóni og raskað samgöngum. Þá geti álag á fráveitukerfi aukist og fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Gula viðvörunin á Suðausturlandi verður í gildi til klukkan 4 í nótt, en á Austfjörðum til klukkan 18 á morgun, 30. september.