Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mesta verðbólga í 16 mánuði

29.09.2020 - 09:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí í fyrra þegar hún var 3,6 prósent. Mestu munar um að húsgögn, heimilisbúnaður og tengdar vörur hækkuðu um fjögur prósent milli mánaða í nýrri mælingu Hagstofunnar og bílar um 2,3 prósent.

Verðbólgan væri meiri en hún er ef húsnæðisliðurinn væri undanskilinn. Án hans mælist 3,9 prósenta verðbólga. 

Verðbólga var á bilinu 1,7 prósent upp í 2,6 prósent frá því í desember í fyrra fram í júní í sumar. Hún fór í þrjú prósent í júlí og hefur nú aukist í þremur mælingum í röð. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV