Leikmaður Tottenham skrapp á klósettið í miðjum leik

epa08701769 Eric Dier of Tottenham (C) reacts during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Newcastle United in London, Britain, 27 September 2020.  EPA-EFE/Clive Rose / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Leikmaður Tottenham skrapp á klósettið í miðjum leik

29.09.2020 - 21:55
Heldur sjaldséð atvik átti sér stað í leik Tottenham og Chelsea í 16 liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í kvöld. Eric Dier, leikmaður Tottenham, yfirgaf skyndilega leikvöllinn og strunsaði inn í búningsklefa og fylgdi knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á eftir honum skömmu síðar.

Þetta gerðist á 76. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea en Tottenham jafnaði skömmu eftir þetta og tryggði sér svo sigur í vítakeppni. 

Dier útskýrði atvikið í viðtali eftir leik og sagðist einfaldlega hafa þurft að fara á klósettið. „Þegar manni er mál þá verður maður að fara. Það var ekkert sem ég gat gert í þessu. Ég er bara feginn að þeir [Chelsea] skoruðu ekki á meðan.

Atvikið hefur vakið mikla kátínu víða og sjálfur hefur Dier mikinn húmor fyrir því. Hann var valinn maður leiksins og stillti verðlaunagripnum að sjálfsögðu upp á klósettinu fyrir myndatöku.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Tottenham í 8 liða úrslit eftir vítakeppni