Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Greiða atkvæði um uppsögn á Lífskjarasamningi á hádegi

29.09.2020 - 06:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða í dag atkvæði um hvort Lífskjarasamningnum verði sagt upp. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi og lýkur í hádeginu á morgun. Niðurstaðan á að liggja fyrir klukkan fjögur á morgun.

Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins hittust á tveimur fundum í gær og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir síðari fundinn í gærkvöld að ríkisstjórnin og samtökin væru sammála um að nauðsynlegt væri að ná fram sameiginlegu viðbragði við þeim aðstæðum sem nú væru uppi. Hann sagði að framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga hefði ekki verið á neinn hátt ætlað að hafa áhrif á aðgerðir ríkisstjórnarinnar.  Skiptar skoðanir væru innan SA um hvernig best væri að bregðast við stöðunni og því hefði sú ákvörðun verið tekin að greiða atkvæði um hugsanlega uppsögn Lífskjarasamningsins. 

Atkvæðagreiðslan átti að hefjast í gær en var frestað til hádegis í dag.