Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Fyrstu kappræður Trumps og Bidens í kvöld

epa08704719 Workers put the finishing touches on the debate stage that will host the first of three presidential debates between US President Donald J. Trump and former Vice President Joe Biden at Case Western Reserve University's Samson Pavilion in Cleveland, Ohio, USA, 28 September 2020. The debate is scheduled for 29 September.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Undirbúningur fyrir kappræður Donalds Trump og Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt er á lokametrunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Trump og Biden mætast í kappræðum.

Chris Wallace, fréttamaður FOX News, stýrir umræðunum sem fara fram í Cleveland í Ohio. Kappræðunum verður skipt upp í sex kafla, og verður 15 mínútum varið í að ræða hvern þeirra. Meðal umræðuefna er skipan dómara í hæstarétt Bandaríkjanna, kórónuveirufaraldurinn, mótmæli gegn lögregluofbeldi í borgum landsins og efnahagsmál. 

Sýnt verður beint frá kappræðunum á Rúv og á ruv.is. Útsendingin hefst klukkan 1 í nótt. 

Næst mætast þeir Trump og Biden svo þann 15. október næstkomandi í Flórída og þar á eftir þann 22. október í Nashville. Þá mætast varaforsetaefnin Mike Pence og Kamala Harris í kappræðum í Utah þann 7. október. 

Hér má sjá umfjöllun BBC um kappræður forsetaframbjóðendanna. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV