Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
29.09.2020 - 18:49
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærstur með tæp 12 prósent en á nú rúmlega tvö prósent. Fjárfestingasjóðurinn PAR Investment Partners átti tíu en á nú tæplega tvö prósent. Hvorugur sjóðurinn tók þátt í útboðinu. Þá á Íslandsbanki nú rúmlega sex prósenta hlut í félaginu en var ekki í hópi 20 stærstu hluthafa fyrir hlutafjárútboðið um miðjan mánuðinn. Fjármálafyrirtækið Stefnir hf. sem rekur nokkra fjárfestingasjóði og er dótturfélag Arion banka átti fyrir útboð rúm 12 prósent en á nú tæp sex prósent.
Gengið kemur í ljós á morgun
Þeir sem tóku þátt í því fengu hlutabréf sín afhent í dag. Á morgun verður svo fyrsti viðskiptadagur með nýju hlutina á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi.