Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Skipverjar fóru mögulega smitaðir í land á Djúpavogi

28.09.2020 - 11:52
Mynd með færslu
 Mynd: www.djupivogur.is - RÚV
Skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru mögulega covid-smitaðir í land á Djúpavogi þriðjudaginn 22. september. Fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi að þegar smitið greindist um borð í gær, fimm dögum síðar, hafi smitrakning fari í gang á Djúpavogi. Nú séu tveir í sóttkví í þorpinu en hvorugur hafi sýnt einkenni.

Eru íbúar á Djúpavogi hvattir til að gæta sérstaklega að smitvörnum næstu viku og að vera vakandi fyrir einkennum. Veikindi geti komið fram allt að hálfum mánuði frá smiti. Því ættu íbúar Djúpavogs að gæta sérstakrar varkárni til þriðjudagsins 6. október hið minnsta.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV