Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi

28.09.2020 - 07:28
epa08688269 An Indian Health worker takes swab samples for coronavirus COVID-19 Rapid Antigen detection testing in New Delhi, India, 22 September 2020. I?ndia has the second highest total of confirmed COVID-19 cases in the world.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.

Íbúafjöldinn á Indlandi er 1,3 milljarðar. Heilbrigðiskerfi landsins er veikburða og þar eru nokkrar þéttbýlustu borgir heimsins. Einungis í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en á Indlandi, eða um sjö komma ein milljón. Útlit er fyrir að Indverjar fari fram úr Bandaríkjamönnum á næstu vikum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV