Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ríkisráð kemur saman til fundar í dag

28.09.2020 - 09:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar á Bessastöðum klukkan 15 í dag. Gera má ráð fyrir að komandi þingstörf verði til umræðu á fundinum. 

Alþingi verður sett á fimmtudag og að kvöldi sama dags flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár verður lagt fram sama dag.

Langflest þingmál hafa verið til að bregðast við farsóttinni og fjölmörg mál allra flokka verið sett til hliðar. Mörg stjórnarfrumvörp voru sett á ís: þjóðarsjóður, hálendisþjóðgarður, fjölmiðlar, útlendingamál, leigubifreiðaakstur, sendiherrafrumvarp og málefni innflytjenda svo nokkur séu nefnd. 

Ríkisráð er skipað ráðherrum og forseta Íslands sem jafnframt stýrir fundum þess. Í ríkisráði eru lög og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafnir bornar upp við forseta til staðfestingar.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir