
852 fórust í slysinu, sem er mannskæðasta sjóslys í Evrópu á friðartímum. Niðurstaða rannsóknar á tildrögum þess var sú að sjór hefði streymt inn um hlera á stefni ferjunnar sem leiddi inn á bílaþilfarið, og valdið því að hún sökk í vondu veðri.
Í nýrri heimildamynd er því haldið fram að stórt gat megi finna stjórnborðsmegin á skrokki ferjunnar, líkt og eftir högg, sem þarfnist frekari útskýringar.
„Aftan við miðju ferjunnar sjáum við miklar skemmdir. Þær eru minnst fjögurra metra háar og 1,2 metrar á breidd. Það mætti kalla þetta sprungu,“ segir Henrik Evertsson, kvikmyndagerðarmaður.
Eistnesk stjórnvöld héldu fréttamannafund í dag eftir að tilgátan kom fram.
„Gera þarf nýja tæknilega rannsókn á þessum nýju uppljóstrunum í tengslum við Estonia sem fram komu í heimildarmyndinni sem sýnd var í dag,“ segir Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands.