Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

39 ný smit - nýgengi innanlands 128,2

28.09.2020 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Þrjátíu og níu greindust með COVID-19 smit í gær. 33 greindust í sýnatöku fólks með einkenni og sex í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 87 prósent þeirra sem greindust með COVID-19 í gær voru í sóttkví við greiningu. Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinnar og einn er á gjörgæslu.

Nýgengi innanlandssmita síðustu tvær vikur er nú 128,8 á hverja 100 þúsund íbúa. Nýgengi landamærasmits er 6,5 á hverja 100 þúsund íbúa. 

Fjórir greindust með COVID-19 á landamærunum í gær en í öllum tilfellum er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

Nú eru 492 í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 og 1.897 í sóttkví. Auk þess eru 1.779 í skimunarsóttkví.