Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Víkingamótaröðinni lauk með Eldslóðinni í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Víkingamótaröðinni lauk með Eldslóðinni í dag

27.09.2020 - 17:07
Utanvegahlaupið Eldslóðin var hlaupin í fyrsta sinn í dag en 272 keppendur voru skráðir til leiks.

Eldslóðin er hluti af Víkingamótunum sem eru fjögur almenningsíþróttamót sem haldin hafa verið í sumar. Eldslóðin er síðust mótanna en hin mótin eru Hengill Ultra utanvegahlaupið, KIA Gullhringurinn götuhjólakeppnin og Landsnet MTB sem er fjallahjólamót sem lauk í gær í Heiðmörk.

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Bjarni Ármann Atlason komu fyrst í mark í 28 kílómetra hlaupinu. Í 10 km brautinni voru það hinsvegar Linda Björk Thorberg Þórðardóttir og Reimar Pétursson sem fóru hraðast yfir. 

Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum komast keppendur í Víkingasveitina. Ætli keppendur sér nafnbótina Íslands-víkingur þá þurfa keppendur að klára eru 66km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 25km í Hengil Ultra og svo 23km í Landsnet 32. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslandsvíkingur. 

Æðsti titill mótaraðarinnar er svo Járn Víkingur en til að ná þeim titli þarf að klára 106 km í KIA Gullhringnum, 28 km Eldslóðanum, 50 km í Hengil Ultra og svo 40 km í Landsnet MTB.

Úrslitin í keppni dagsins voru:

28 kílómetra Eldslóð kvenna 
1. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
2. Katrín Sigrún Tómasdóttir
3. Eva Ólafsdóttir

28 kílómetra Eldslóð karla 
1. Bjarni Ármann Atlason
2. Hlynur Guðmundsson
3. Benoit Branger

10 kílómetra Eldslóð kvenna 
1. Linda Björk Thorberg Þórðardóttir
2. Anastasia Alexandersdottir
3. Guðrún Heiða Hjaltadóttir

10 kílómetra Eldslóð karla 
1. Reimar Pétursson
2. Einar Njálsson  
3. Ívar Trausti Jósafatsson

 

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú
Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú