Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 mældist rúmum átta kílómetru aust-suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir miðnætti. Lítil virkni var við Bárðarbungu áður en skjálftinn varð, en síðan hafa orðið þrír eftirskjálftar, sá stærsti tveir að stærð. Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í apríl og janúar á þessu ári. Þeir mældust báðir 4,8 að stærð.